Skólasetning

Skólasetning Rétt í ţessu var Verkmenntaskóli Austurlands settur í trođfullum fyrirlestrarsal skólans.

Fréttir

Skólasetning

Rétt í ţessu var Verkmenntaskóli Austurlands settur í trođfullum fyrirlestrarsal skólans. 

Skólameistari, Lilja Guđný Jóhannesdóttir, ávarpađi nemendur og starfsfólk og bauđ alla hjartanlega velkomna til starfa. Nýir nemendur voru sérstaklega bođnir velkomnir og hlökkum viđ afar mikiđ til ađ kynnast ţeim í vetur. Lilja hóf hnitmiđađa rćđu sína á ţví ađ rćđa hlutverk nemenda sem er fyrir utan ađ sinna námi og félagslífi ađ taka á móti nýjum nemendum ţannig ađ öllum líđir vel.

Skólameistari fór einnig yfir starfsmannamál en í VA ríkir mikill stöđugleiki í starfsmannamálum sem sýnir hversu gott er ađ vinna í VA enda er skólinn fullur af frábćru starfsfólki og frábćrum nemendum. Ţó hafa nokkrir nýir starfsmenn bćst í hópinn fyrir skólaáriđ. Karen Ragnarsdóttir hefur tekiđ viđ sem ađstođarskólameistari, Rósa Dögg Ţórsdóttir mun kenna í hárgreiđslu, Birgir Jónsson er verkefnastjóri og kennari og Guđný Björg Guđlaugsdóttir mun hefja störf í lok ágúst sem náms- og starfsráđgjafi. Auk ţess koma ţeir Níels Atli Hjálmarsson og Hjörtur Elí Steindórsson inn sem stundakennarar í rafvirkjun.

Skólameistari rćddi um ţau gleđitíđindi ađ ađsókn í skólann hefur aukist mjög síđustu misserin. Herbergi heimavistarinnar eru fullsetin í fyrsta skipti síđan elstu menn muna, a.m.k. man Bubbi húsvörđur ekki eftir öđru eins. Skólameistari rćddi einnig um mikilvćgi ţess ađ allir störfuđu vel saman í skólanum. Allir geti eitthvađ og ef viđ setjum okkur markmiđ ţá náum viđ ţeim međ ţví ađ leggja okkur fram. Í ţví ljósi nefndi skólameistari ađ stćrsta markmiđi síđasta skólaárs, Grćnfánanum, hefđi veriđ náđ međ samstilltu átaki.

Stćrsta markmiđ ársins er ađ efla félagslíf skólans og marka fleiri hefđir innan skólans. Á síđasta skólaári var skólafundur ţar sem nemendur komu međ hugmyndir varđandi félagslífiđ sem er vonast til ađ verđi ađ hefđum. Má ţar nefna endurvakningu austfirsku ólympíuleikanna en ţeir verđa haldnir í VA í lok september. Í framhaldi af umrćđu um félagslífiđ nefndi skólameistari ađ á nćstu dögum verđi fariđ í ađ leita ađ frambođum í stjórn nemendafélagsins fyrir skólaáriđ. Stjórnin mun vinna međ Petru Lind Sigurđardóttur, kennara ađ skipulagningu félagslífsins. Nemendur voru hvattir til ţess ađ taka ţátt í starfi félagsins og bjóđa sig fram. Félagslífiđ er undir ţátttöku nemenda komiđ.

Mikil stemning og gleđi einkenndi skólasetninguna. Ţegar skóli hafđi veriđ settur komu umsjónarkennarar einn af öđrum upp til ađ sćkja sína nemendur undir dúndrandi lófaklappi. Ţađ er svo sannarlega lofandi fyrir komandi skólaár sem verđur án efa gjöfult.


Svćđi