Skólastarf hefst að nýju

Nú styttist óðum í að skólastarf hefjist að nýju að loknu sumarleyfi. Búið er að opna skrifstofu skólans og er hún opin alla virka daga frá kl. 8 - 14.

Viðbúið er að hertar reglur um samkomubann muni hafa áhrif á skólastarfið og er nú unnið hörðum höndum að því að skipuleggja starfið svo það rúmist innan þess svigrúms sem við höfum. Markmiðið er að allir nemendur geti mætt í skólann þó viðbúið sé að um verði að ræða blöndu stað- og fjarnáms í sumum áföngum. Allt á þetta þó eftir að skýrast þegar nær dregur. 

Öryggi og heilsa nemenda og starfsmanna verður í forgangi sem fyrr. Við erum bjartsýn og munum í sameiningu leysa málin eins vel og okkur er unnt. Nemendur er hvattir til að gera slíkt hið sama og reyna eftir bestu getu að vera bjartsýnir fyrir komandi skólaári. Við munum í sameiningu leysa þau verkefni sem aðstæður færa okkur. 

Um leið og skipulag skólabyrjunar liggur fyrir verða nemendur og aðstandendur upplýstir eins og venjan er. 

Kveðja, skólameistari