SMÁSKIPAVÉLAVÖRÐUR

Bóklegt og verklegt námskeið. Námið veitir réttindi til að vera vélavörður á skipi með 750 kW vél og minni, 12 metrar og styttri skráningarlengd.

Verð er 115.000 kr. Staðfestingargjald er 30.000 kr. og fæst endurgreitt ef námskeið fellur niður eða dagsetning námskeiðs breytist. Námskeið er háð því að tilskilinn fjöldi þátttakenda sæki þau. Athugið að sum stéttarfélög niðurgreiða námskeiðsgjöld.

Síðasti dagur skráninga er fimmtudagurinn 17. september - skráningarform

Allar nánari upplýsingar gefur Karen Ragnarsdóttir aðstoðarskólameistari VA – karen@va.is

Kennt verður eftirtalda daga:

  • 26.-27. september
  • 3.-4. október
  • 24.-25. október