Söfn skoðuð með hönnun í huga

Nokkrir nemendur á nýsköpunar- og tæknibraut fóru í safnaferð stuttu fyrir páska. Í ferðinni heimsóttu þeir m.a. Óbyggðasetrið í Fljótsdal. Er ferðin liður í námi í áfanganum Hönnun í atvinnulífinu

Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur ásamst starfsmanni Óbyggðaseturs. Er verið að kynna fyrir nemendum hvernig nýja baðaðstaða setursins er hugsuð. Hluti aðstöðunnar er úr eldra húsi í dalnum sem verið var að rífa. Til dæmis eru gólffjalir notaðar út gamla húsinu. Vakti heimsóknin í Óbyggðasetur mikla lukku, sérstaklega hvað varðar hugmyndir, hönnun og framkvæmd verkefnisins sem og samheldni íbúa á svæðinu.