Söngkeppni framhaldsskólanna

Það voru ekki bara Músíktilraunir sem fóru fram síðustu helgi, heldur fór Söngkeppni framhaldsskólanna fram á sunnudagskvöldið á Húsavík. Aníta Sif Sigurbrandsdóttir, nemandi á opinni stúdentsbraut, keppti fyrir hönd VA og flutti lagið July sem tónlistarkonan Noah Cyrus gerði vinsælt árið 2019.

Aníta stóð sig frábærlega fyrir fullri höll í Eurovisionbænum og sagði að þetta hefði verið frábær reynsla fyrir framhaldið í tónlistinni. Við erum afar stolt af Anítu og hlökkum til að fylgjast með henni í framtíðinni.

Hægt er að hlusta á flutning Anítu hér. Hún var númer 21 í röðinni og hefst flutningurinn eftir 1 klukkustund og 29 mínútur.