Margarette keppir í söngkeppni framhaldsskólanna

Margarette syngur á árshátíðinni í mars 2024
Margarette syngur á árshátíðinni í mars 2024

Margarette B. Sveinbjörnsdóttir verður fulltrúi VA í söngkeppni framhaldsskólanna sem fer fram í Iðu á Selfossi næstkomandi laugardagskvöld. Þar flytur hún lagið Hugrökk, trygg og trú (Loyal, brave and true) eftir Christinu Aguilera. Keppnin verður í beinni útsendingu á RÚV og hefst útsending kl. 19:45. Við hvetjum öll til að fylgjast með og að kjósa Margarette í símakosningunni, númer hennar er 9009106.