Sóttvarnafræðsla - þriðjudag 25.08

Þriðjudaginn 25. ágúst hefst kennsla í VA og hlökkum við mikið til að geta loksins tekið á móti öllum nemendum okkar.

Eins og staðan er í dag getum við staðkennt til fulls í flestum áföngum. Einstaka fjölmennir áfangar verða þó með blöndu af stað- og fjarnámi. Á það við þegar kennslustofur bjóða ekki upp á að nálægðartakmörk séu virt. Í þeim tilfellum fá nemendur hluta kennslustunda í staðnámi og hluti er í fjarnámi.

Vegna COVID-19 gilda almennar sóttvarnareglur í skólanum. Áhersla er lögð á handþvott, sótthreinsun og nálægðartakmörk. Einnig er mikilvægt að forðast að snerta andlit.

Mikilvægt er að nemendur fái fræðslu um þær leiðir sem farnar verða til að uppfylla reglurnar.

Í fyrsta tíma, þriðjudaginn 25. ágúst, eiga allir dagskólanemendur að hitta umsjónarkennara sína og fá fræðslu um sóttvarnaráðstafanir.

Nemendur er beðnir að gæta þess að halda að lágmarki eins metra fjarlægð hver frá öðrum þegar þeir koma inn í skólann og spritta hendur vandlega en spritt er að finna við alla innganga.

Skipta þarf í hópa og verður raðað eftir stafrófsröð.

  • Mæting kl. 8:30: Nemendur með nöfn sem byrja á A-G
  • Mæting kl. 9:00: Nemendur með nöfn sem byrja á H-Ö

Hér má sjá í hvaða stofu umsjónarkennarar verða:

  • Salóme                 Umsjónark. á stúdentsbrautum                 Stofa 8 (3. hæð bóknámshúss)
  • Ingibjörg              Umsjónark. á stúdentsbrautum                 Stofa 9 (3. hæð bóknámshúss)
  • Hafliði                   Umsjónark. í rafiðngreinum                         Stofa 22 (2. hæð verknámshúss)
  • Arnar                     Umsjónark. í málm- og véliðgreinum       Stofa 5 (Bóknámshús – austurhluti)
  • Jón (Nonni)         Umsjónark. í byggingagreinum                   Stofa 4 (Bóknámshús – austurhluti)
  • Svana                    Umsjónark. í háriðngreinum                        Stofa 2 (1. hæð bóknámshúss)
  • Auður                   Umsjónark. á starfsbraut                              Stofa 11 (3. hæð bóknámshúss)
  • Guðný                  Umsjónark. á framhaldsskólabraut             Stofa 12 (3. hæð bóknámshúss)

Á Innu geta nemendur séð hver er umsjónarkennari þeirra, sjá leiðbeiningar hér.

Nemendur sem af óviðráðanlegum orsökum geta ekki mætt og fengið fræðslu á þessum tíma þurfa að hafa samband við skólameistara ( lilja@va.is ). Þeim verður þá úthlutaður annar tími í fræðslu. Nemendum er ekki heimilt að mæta í kennslustundir án þess að hafa fengið fræðslu um sóttvarnir í skólanum.

Við þurfum öll að vera upplýst og vinna saman, þannig verjum við okkur.