Sparifatadagur starfsfólks

Upplesin frétt.

Eitt af verkefnunum í skólalokuninni er að halda uppi andanum meðal starfsfólks. Starfsmannahópurinn er gríðarlega samheldinn og til þess að halda því áfram hefur kaffistofan verið færð í netheima.

Starfsfólk hittist í kaffi tvisvar á dag, á morgnana og eftir hádegismat. Þar er allt milli himins og jarðar rætt og alltaf mikil og góð stemning.

Í dag var ákveðið að hafa sparifatadag í fyrra kaffinu og var hann afar vel heppnaður eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni.