Spilaáfanginn sívinsæli

Síðustu vorannir hefur verið boðið upp á áfanga í borðspilum sem hefur verið geysilega vinsæll. Áfanginn er kenndur í þriðja sinn og stór hluti nemenda skólans hafa tekið hann. Í áfanganum kynnast nemendur alls kyns spilum og vinna verkefni sem tengjast því. Stærsti þátturinn í áfanganum er samt sem áður líklega sá óformlegi lærdómur sem í honum felst, en það er að koma saman, hafa gaman og kynnast öðrum í kringum sig. Það þjappar nemendahópnum enn frekar saman.

Á myndunum má sjá frá síðasta tíma í spilaáfanga þar sem nemendur spreyttu sig á spilunum Ticket to ride og Partners.