Starfsbraut VA fær gjöf frá Fjarðaráli

Fjarðarál veitti á dögunum Foreldrafélagi VA styrk að upphæð 100.000 til kaupa á spjaldtölvum handa starfsbraut skólans. Nemendur á brautinni eru níu og einungis fimm spjaldtölvur voru til á brautinni. Spjaldtölvurnar tvær sem keyptar voru fyrir styrkinn koma sér því mjög vel.

Eru þær notaðar í kennslu á brautinni en mikið úrval er til af smáforritum sem gagnast í einstaklingsmiðaðri kennslu fyrir nemendahópinn á brautinni. Sigríður Þrúður Þórarinsdóttir afhenti Auði Þorgeirsdóttur þroskaþjálfa og Margréti Perlu Kolka Leifsdóttur deildarstjóra spjaldtölvurnar tvær og eru þær strax komnar í notkun.