Stefnir á Grettisbeltið

Óhætt er að segja að mikið sé um glímufólk í VA um þessar mundir. Um miðjan febrúar fór Bikarglíma Íslands fram á Hvolsvelli. Þar bar Hákon Gunnarsson, nemandi í grunnnámi málm- og véltæknigreina, sigur úr býtum í +80 kg flokki unglinga og opnum flokki karla. Aðspurður sagði Hákon að hann væri afar ánægur með sigurinn, hann væri loksins farinn að vinna þjálfann sinn. Markmiðið núna færi að horfa hærra, sigra Ásmund Hálfdán Ásmundsson, glímukóng Íslands, vinna fleiri bikara og Grettisbeltið væri lokatakmarkið.

Hákon var þó ekki eini aðilinn úr VA sem keppti á mótinu heldur varð Snjólfur Björgvinsson, sem er einnig nemandi í grunnnámi málm- og véltæknigreina, í 3. Sæti í -80 kg flokki unglinga og í 2. sæti í -80 kg flokki karla.

Loks var Hjörtur Elí Steindórsson stundakennari í rafvirkjun í 2. sæti í opna flokknum en hann er þjálfari Hákonar og Snjólfs.

Við óskum Hákoni, Snjólfi og Hirti innilega til hamingju með árangurinn!