Stöðupróf í pólsku

Stöðupróf í pólsku verður haldið í Kvennaskólanum í Reykjavík, ef aðstæður leyfa, miðvikudaginn 17. mars 2021 klukkan 17:00.
Prófið verður í aðalbyggingu skólans að Fríkirkjuvegi 9. Mest geta nemendur fengið 20 ein. metnar á 15 ein. á 1. þrepi og 5 ein. á 2. þrepi.
Þeir sem vilja fara í prófið þurfa að skrá sig á heimasíðu skólans ekki síðar en á hádegi 15. mars.
Prófgjald er kr. 13000 sem greiðist með því að leggja það inn á reikning: 0513-26-14040, kt. 6502760359. Nauðsynlegt er að nafn og kennitala próftaka komi fram á innlegginu. Vinsamlegast sendið afrit af kvittuninni á kvenno@kvenno.is. Réttur til próftöku byggist á að prófgjald hafi verið greitt og auk þess verða próftakar að framvísa persónuskilríkjum með mynd þegar komið er í prófið.

Athugið: Minnum á að aðstæður geta breyst með stuttum fyrirvara vegna covid faraldursins.