Styrkur úr Sprotasjóði

Upplestur á frétt.

Nýlega var úthlutað úr Sprotasjóði sem er sameiginlegur sjóður fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og styður við þróun og nýjungar í skólastarfi. Skólinn sótti um í samstarfi við Nesskóla og Náttúrustofu Austurlands fyrir verkefnið Umhverfismál til framtíðar og hlaut styrk upp á 3.140.000.

Verkefnið snýst um að gera umhverfismálum hátt undir höfði með ýmsum viðburðum í gegnum skólaárið 2020-2021. Í gegnum verkefnið verða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna höfð að leiðarljósi. Ætlunin er að verkefnið teygi sig út fyrir stofnanirnar og inn í samfélagið allt með sjálfbærni samfélagsins sem lokatakmark.

Undirbúningur verkefnisins fer í fullan gang í haust og verður nánar fjallað um það hér meðan á því stendur.

Hér má finna frekari upplýsingar um Sprotasjóð.