Tæknidegi fjölskyldunnar aflýst annað árið í röð

Annað árið í röð hefur sú erfiða ákvörðun verið tekin af stýrihópi Tæknidags fjölskyldunnar að aflýsa deginum. Við teljum að það sé afar erfitt að sníða daginn og það sem hann stendur fyrir, að þeim sóttvarnareglum sem nú eru í gildi. Við viljum hámarka upplifun og ánægju gesta og teljum að það geti ekki orðið við það ástand sem við búum við.
 
Við stefnum að takmarkalausum Tæknidegi á næsta ári!
 
Sjáumst þá!