Þakkir vegna Tæknidags fjölskyldunnar

Kæru íbúar á Austurlandi, sýnendur og velunnarar.

Við í Verkmenntaskóla Austurlands þökkum fyrir frábæra þátttöku á Tæknidegi fjölskyldunnar sem haldinn var í níunda skipti um síðastliðna helgi.

Takk fyrir komuna, þátttökuna og stuðninginn við skólann okkar, þetta er okkur og samfélaginu gríðarlega mikilvægt.

Við viljum einnig þakka styrktaraðilum dagsins, Síldarvinnslunni, SÚN, Landsvirkjun, Sparisjóði Austurlands, Fjarðabyggð og Uppbyggingarsjóði Austurlands innilega fyrir þeirra stuðning. Án þeirra væri þetta ekki mögulegt.

Næsti Tæknidagur verður laugardaginn 5. apríl 2025, sjáumst þá!