Tímamót

Mikil tímamót urðu í sögu Verkmenntaskóla Austurlands á dögunum þegar tveir starfsmenn hættu störfum vegna aldurs. Þetta eru þeir Björgúlfur Halldórsson húsvörður og Jón Þorláksson kennari í tréiðndeild. 

Björgúlfur, eða Bubbi eins og við köllum hann, hóf störf við skólann sem húsvörður þann 1. ágúst 2007 og hefur verið farsæll í sínum störfum allar götur síðan.

Jón Þorláksson, eða Nonni eins og við köllum hann, hóf störf sem kennari í tréiðndeild þann 1. ágúst 1998 og spannar starfsferillinn við skólann 25 ár. Hann hefur einnig verið deildarstjóri um árabil. Nonni hefur komið að menntun margra húsasmiða hér á Austurlandi og þótt víðar væri leitað.

Við þökkum þessum miklu höfðingjum innilega fyrir sitt framlag til skólastarfsins í gegnum árin og óskum þeim velfarnaðar í hverju því sem þeir munu taka sér fyrir hendur.