Tveir keppendur frá VA í Íslandsmóti iðn- og verkgreina

Íslandsmót iðn- og verkgreina fer fram í Laugardalshöll, 16.-18. mars. Tveir nemendur keppa fyrir hönd VA, þeir Alex Logi Georgsson sem keppir í húsasmíði og Eiður Logi Ingimarsson í suðu.

Við óskum ykkur góðs gengis í keppninni!

Í Laugardalshöllinni er einnig kynning á framhaldsskólum á Íslandi. VA er með glæsilegan kynningarbás, verið hjartanlega velkomin!