Umhverfisdagar 19. og 20. september

Í tilefni af Degi íslenskrar náttúru sem var síðastliðinn laugardag, 16. september, verða umhverfisdagar í VA. Dagarnir eru samkvæmt skóladagatali á morgun, þriðjudag og miðvikudag. Hefðbundin kennsla verður báða dagana.

Það sem við gerum þessa daga er:

  • Höfum deilihagkerfisdaga báða dagana. Komum með föt, spil og alls kyns sem hægt verður að koma fyrir á borði í matsalnum og náum okkur í nýtt í staðinn.
  • Hugum að flokkun á rusli, hvernig flokkum við?
  • Nýtum almenningssamgöngur.
  • Nýnemar fá sérstaka kynningu á umhverfismálum innan skólans.

Tökum öll virkan þátt á umhverfisdögum!