Undirbúningur fyrir Gettu betur

Undirbúningur skólans fyrir Gettu betur hófst formlega í morgun með opinni æfingu. Markmiðið með slíkri æfingu er að vekja áhuga nemenda VA á Gettu betur keppninni sem hefst í janúar. Prýðileg mæting var á æfinguna, en alls mættu 17 nemendur og myndaðist mikil stemmning í spurningakeppni sem var hluti af æfingunni. 

Úrtökupróf fyrir Gettu betur lið skólans verður haldið fimmtudaginn 19. september í stofu 12 kl. 10.55. Hvetur skólinn sem flesta til þess að koma og spreyta sig.