Undirbúningur hafinn fyrir Gettu betur

Undirbúningur fyrir þátttöku VA í Gettu betur árið 2019 hófst í síðustu viku með opinni æfingu sem heppnaðist vel. Markmiðið með því að halda opnar æfingar í Gettu betur undirbúningnum er að auka áhuga nemenda skólans á keppninni og fá nemendur sem ekki vilja mæta beint í úrtökupróf til þess að prófa. Tvær slíkar æfingar hafa nú verið haldnar þar sem þeirri síðari lauk með úrtökuprófi og mættu alls 17 manns í úrtökupróf þar af fimm stelpur, sem er mikil aukning frá síðustu árum. 

Formlegar æfingar hefjast í næstu viku og er stefnt á að 6-8 manna æfingahópur æfi saman fram að keppni sem fer fram í byrjun nýs árs.