Ungir umhverfissinnar í heimsókn

Ungir umhverfissinnar heimsóttu skólann og héldu erindi um loftslagsmál og neysluvenjur okkar sem stuðla að frekari losun gróðurhúsalofttegunda. Fyrirlesturinn sneri að því hvað við getum gert til þess að sporna við þessum breytingum og einnig hvernig við getum haft áhrif á nærsamfélag okkar og haft áhrif á þau umhverfismál sem snerta okkur beint.

Við þökkum ungum umhverfissinnum sérlega fyrir afar áhugaverðan fyrirlestur og hvetjum jafnframt nemendur okkar og alla sem þetta lesa til dáða í baráttunni.

Frekari upplýsingar um unga umhverfissinna má finna hér.