Nú fer skólastarfið loksins að hefjast aftur og hlökkum við í VA til að taka á móti ykkur. Hér að neðan má sjá skipulagið fyrstu dagana:
- 13. ágúst – miðvikudagur
- Opnað verður fyrir stundatöflur síðdegis
- Opið er fyrir töflubreytingar frá 14. ágúst til og með 2. september hjá áfangastjóra og/eða náms- og starfsráðgjafa.
- 17. ágúst – sunnudagur
- 18. ágúst - mánudagur
- 19. ágúst - þriðjudagur
- Kennsla hefst samkvæmt stundatöflum
- 26. ágúst - þriðjudagur
- Dreifnám hefst með kynningarfundi fyrir dreifnema kl.17:00.
- 2. september - þriðjudagur
- Fundur fyrir foreldra/forsjáraðila nýnema kl. 17-18 í stofu 1 í VA. Nánari upplýsingar berast freldrum/forsjáraðilum í tölvupósti þegar nær dregur.
Nemendur sem eru í skipstjórn og helgarnámi í húsasmíði fá tölvupóst með nánari upplýsingum um námið og fyrirkomulag þess á næstu dögum.
Nemendur hafa fengið aðgang að tölvukerfum skólans en þurfa að virkja aðganginn. Hér má finna leiðbeiningar hvernig það er gert.