VA-FÁ í kvöld

Í kvöld mætir VA liði Fjölbrautaskólans við Ármúla í 8-liða úrslitum í Gettu betur. Keppnin er í beinni útsendingu á Rúv og hefst keppnin kl. 20:00. Nemendur skólans munu fjölmenna suður að styðja liðið og það verður án efa mikil stemning í sjónvarpssal í kvöld þegar þau Ágústa, Geir og Ragnar takast á við lið FÁ.

Liðin mættust í fyrstu umferðinni í janúar en þá hafði FÁ betur 25-21 og á okkar lið harma að hefna. Sigurliðið kemst áfram í undanúrslit keppninnar.

Við hvetjum ykkur öll til þess að fylgjast með keppninni og styðja við krakkana! Áfram VA!