VA fær Erasmus+ aðild til 6 ára

Nýlega fékk skólinn Erasmus+ aðild sem gildir til ársloka 2027. Með Erasmus+ aðild er staðfest að skólinn sem sækir um hafi unnið vandaða áætlun um fjölþjóðlegt samstarf og náms- og þjálfunarferðir sem hluta af stefnumörkun til framtíðar. Það sem felst í þessu er að stofnanir sem hafa fengið slíka aðild munu hafa einfaldari aðgang að styrkjamöguleikum á tímabili nýrrar Erasmusáætlunar 2021-2027.

Aðildin er mikilvægt skref í erlendu samstarfi skólans en hún gefur skólanum færi á að halda áfram að bjóða nemendum og starfsfólki ómetanleg tækifæri í námi og starfi.

Meira má lesa um erlent samstarf innan skólans hér.