VA fékk Grænfána afhentan í annað sinn

Á dögunum fór fram úttekt á Grænfánaverkefninu í kjölfar framhaldsumsóknar um Grænfánann en ferlið hófst árið 2016. Úttektin gekk afar vel og á föstudagsmorgun kom Guðrún Schmidt, fulltrúi Landverndar, og afhenti skólanum Grænfána í annað sinn.

Vegna samkomutakmarkana var afhendingunni streymt í gegnum Youtuberás skólans. Við athöfnina fór Gerður Guðmundsdóttir kennari yfir starfið að undanförnu en hún leiðir umhverfisnefnd skólans. Guðrún flutti erindi um sjálfbærni og Grænfánaverkefnið. Að því loknu tóku Gerður og Alexandra Ýr, nemandi í umhverfisnefnd, við Grænfánanum fyrir hönd skólans.

Hægt er að sjá upptöku af útsendingunni með því að smella hér.