VA-FSU í kvöld

Í kvöld mætir VA liði Fjölbrautaskóla Suðurlands í undanúrslitum í Gettu betur. Keppnin er í beinni útsendingu á Rúv og hefst keppnin kl. 20:00. Nemendur hafa fjölmennt suður að styðja liðið og það verður án efa mikil stemning í sjónvarpssal í kvöld þegar þau Ágústa, Geir og Ragnar takast á við lið FSU. Þetta er í annað sinn í sögunni sem VA kemst í undanúrslit en skólinn hefur aldrei komist í úrslit. Æft hefur verið af krafti undanfarnar vikur og lauk undirbúningi með keppni við gamlar kempur á Kærleiksdögum í gær. 

Hér má finna viðtal sem tekið var við liðið í aðdraganda keppninnar.

Við hvetjum alla til þess að fylgjast með keppninni og styðja við krakkana!

Áfram VA, skólinn okkar!