VA í sjónvarpið annað árið í röð!

Gettu betur lið VA bar í kvöld sigurorð af liði Fjölbrautaskólans í Breiðholti með 27 stigum gegn 18 í 16-liða úrslitum keppninnar. Eftir að keppni lauk var dregið í 8-liða úrslitin og mætir VA liði Fjölbrautaskólans að Ármúla öðru sinni í ár. Keppnin fer fram í beinni sjónvarpsútsendingu þann 3. febrúar.

Við óskum þeim Ágústu, Geir og Ragnari innilega til hamingju með frábæran árangur!