VA keppir í annarri umferð í Gettu-betur á morgun

Á morgun heldur Gettu-betur áfram. Lið VA mætir Menntaskólanum á Ísafirði kl. 19:30 og er keppnin í beinni á Rás 2 að þessu sinni.

Þau Mummi, Birna og Hlynur báru sigurorð af liði FL í síðustu viku 25-10 og drógust á móti Ísfirðingum eftir að fyrstu umferð lauk. Ísfirðingar mættu FÁ í fyrstu umferð og töpuðu 25-20 en komust áfram sem stigahæsta taplið. Sigurliðið í annarri umferð kemst áfram í 8-liða úrslit sem fara fram í sjónvarpinu. VA hefur aðeins einu sinni komist í sjónvarpshluta keppninnar en það var árið 2002.

Við hvetjum alla til að fylgjast með annað kvöld og hvetja liðið okkar áfram!