VA komið í aðra umferð Gettu-betur

Birna, Mummi, Hlynur og Ýr varamaður
Birna, Mummi, Hlynur og Ýr varamaður

Nú rétt í þessu bar VA sigurorð af Framhaldsskólanum á Laugum í fyrstu umferð spurningakeppninnar Gettu-betur. Keppnin var jöfn framan af, staðan var 7-6 eftir hraðaspurningar og 11-10 um miðbik bjölluspurninga. Þá kom hvert rétta svarið á fætur öðru og keppninni lauk með öruggum sigri, 25-10. VA fer því áfram í aðra umferð keppninnar sem fer fram í næstu viku. Dregið verður þegar fyrstu umferð er lokið á miðvikudagskvöld.

Við óskum þeim Birnu, Mumma og Hlyni og Ýr innilega til hamingju!