VA komið í aðra umferð Gettu-betur

Í gærkvöldi bar VA sigurorð af Menntaskólanum að Laugarvatni í fyrstu umferð spurningakeppninnar Gettu-betur. Eftir hraðaspurningar var staðan 11-8 fyrir VA og í bjölluspurningunum kom hvert rétta svarið á fætur öðru og lauk keppninni með öruggum sigri, 23-8. VA fer því áfram í aðra umferð keppninnar og mun keppa við Borgarholtsskóla miðvikudaginn 19. janúar í beinni útsendingu á Rás 2. Það lið sem sigrar þá keppni kemst áfram í sjónvarpshluta keppninnar.

Við óskum þeim Hákoni, Helenu og Ragnari innilega til hamingju!