VA komið í aðra umferð Gettu-betur

Á mánudaginn atti Gettu-betur lið VA kappi við lið FÁ. FÁ sigraði í keppninni 25-21 eftir æsispennandi keppni og frábæra frammistöðu okkar liðs. Þá tók við bið eftir því að öllum keppnum umferðarinnar væri lokið og þegar úrslit lágu fyrir kom í ljós að VA endaði sem stigahæsta tapliðið og komst áfram í aðra umferð. Í kjölfarið var dregið og verður andstæðingurinn lið Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Keppnin fer fram miðvikudaginn 18. janúar í beinni útsendingu á Rás 2. 

Við hvetjum öll til að hlusta og styðja við Ágústu, Geir og Ragnar!