VA mætir FÁ í fyrstu umferð Gettu betur

Eftir áramótin mun spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, hefjast. Í gær var dregið í 1. umferð og mun lið VA hefja leik á fyrsta keppniskvöldinu þann 9. janúar. Mótherjarnir verða lið Fjölbrautaskólans við Ármúla. Undirbúningur fyrir keppnina hefur staðið undanfarna mánuði, hefur stór hópur æft stíft og æfingarkeppnir verið haldnar. Lið VA verður skipað þeim Ágústu Völu Viðarsdóttur, Geir Sigurbirni Ómarssyni og Ragnari Þórólfi Ómarssyni.