VA-spjall fyrir alla

Upplestur á frétt.

Fimmtudaginn 14. maí verður boðið upp á svokallað VA-spjall fyrir alla. Hvort sem þú ert forsjáraðili grunnskólanema, nemandi á grunn- eða framhaldsskólaaldri eða fullorðinn sem langar til að auka möguleika þína á vinnumarkaði þá er þetta vettvangurinn. 

Í VA-spjallinu verður hægt að fá upplýsingar um nám, heimavist, dreifnám/fjarnám, félagslíf eða bara eitthvað allt annað. Spjallið fer fram í gegnum Google Meet (Þú þarft ekki einu sinni að fara út úr húsi). Þar verða þau Lilja skólameistari, Karen aðstoðarskólameistari, Guðný náms- og starfsráðgjafi og Birgir gæða- og verkefnastjóri og sitja fyrir svörum.

Þið tengist spjallinu hér