VA tekur þátt í Fyrirmyndardeginum 2018

5. október næstkomandi tekur starfsbraut skólans þátt í svokölluðum Fyrirmyndardegi sem Vinnumálastofnun stendur fyrir og haldinn er á landsvísu. Dagurinn er haldinn til að fólk með skerta starfsgetu fá tækifæri til að heimsækja vinnustaði og kynnist fjölbreytni atvinnulífsins. Á þessum degi fá fyrirtæki og stofnanir einnig tækifæri til að bjóða atvinnuleitendum með skerta starfsgetu að vera gestastarfsmenn í einn dag eða hluta úr degi. Íris Randversdóttir hjá Vinnumálastofnun hefur veg og vanda af þessu verkefni hérna á Austurlandi.

Nemendum starfsbrautarinnar var boðið að vera með og fá að prófa að vinna einn dag á sínu áhugasviði. Þetta er hugsað til að gefa nemendunum tækifæri til að kynnast fyrirtækjum og störfum sem þeir hafa jafnvel áhuga á sem framtíðarstarfi. Á starfsbrautinni eru einnig nemendur sem eru ekki með íslensku að móðurmáli og eru nýfluttir til Fjarðabyggðar.

Sex nemendur þáðu boðið og fara sumir þeirra í stofnanir eins Nesskóla, leikskólann Eyrarvelli og sjúkrahús HSA í Neskaupstað á meðan önnur fara í fyrirtæki í bænum eins og kaffihúsið Nesbæ, Multitask og G. Skúlason. Hægt er að skoða myndband um verkefnið hér.