Verkefnabundið nám /dreifnám

Í Verkmenntaskóla Austurlands er stefnt að því að hefja verkefnabundið nám/dreifnám haustið 2018 ef næg þátttaka fæst.

Námið verður í grunnnámi rafiðna og málm- og véltæknigreina og verkstæði verða opin nemendum á skólatíma og tvö kvöld í viku frá kl. 17:00 – 21:00. Nemendur geta á þennan hátt stýrt hraðanum á námi sínu.

Þetta fyrirkomulag er m.a. komið vegna sívaxandi þarfar atvinnulífsins á iðnmenntuðu fólki en nemendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri til að geta sótt um námið.

Aðstoðarskólameistari skólans, Karen Ragnarsdóttir – karen@va.is – tekur á móti skráningum og svarar öllum spurningum um námið.

Síðasti skráningardagur er 31. maí.