Verknámsvika VA og Fjarðabyggðar

Í síðustu viku stóð yfir verknámsvika VA og vinnuskóla Fjarðabyggðar en í henni fá 15 ára unglingar í vinnuskóla Fjarðabyggðar að kynnast verknámi í VA. Verknámsvikan er samvinnuverkefni Fjarðabyggðar og VA og var hún nú haldin í fimmta sinn.

Unglingarnir voru ánægðir með vikuna og unnu verkefni af ýmsu tagi. Þeir gátu valið tvær smiðjur til að kynna sér en í boði var málmsmiðja, trésmiðja, rafsmiðja, hársmiðja og Fab Lab smiðja.

Markmiðið með verknámsvikunni er að kynna nemendum iðn- og verknám og þeim möguleikum sem námið hefur upp á að bjóða.

Hér má sjá fleiri myndir úr verknámsvikunni.