Verknámsviku lokið

Í dag var lokadagur verknámsviku VA og Fjarðabyggðar. Er óhætt að segja að vika hafi heppnast afar vel og vakið mikla lukku hjá nemendum og kennurum VA og Fjarðabyggðar.

Markmiðið með verknámsvikunni er að kynna nemendum fjölbreytta möguleika í iðn-, verk- og tækninámi.

Var boðið upp á fimm smiðjur í vikunni; málm- og vélsmiðju, rafsmiðju, hársmiðju, trésmiðju og Fab Lab. Valdi hver nemandi sér tvær smiðjur og vann tvo daga í hvorri. 

Við í VA þökkum þessum frábæru nemendum fyrir komuna og kennurum þeirra fyrir aðstoðina, magnað að vinna með öllu þessu jákvæða fólki.