Vettvangsheimsókn nemenda í rafvirkjun og vélstjórn

Nemendur á sjöttu önn í rafvirkjun og vélstjórn skelltu sér í vettvangsheimsókn þann 11. apríl síðastliðinn þar sem nemendur fengu að kynnast starfsemi Rarik á Egilsstöðum og starfsemi Fljótsdalsstöðvar. Dagurinn byrjaði í Rarik þar sem nemendur fengu að skoða hin ýmsu tæki og tól sem notuð eru á vegum Rarik og klifruðu m.a. upp tréstaur. Eftir heimsóknina hélt hópurinn saman á pizzahlaðborð áður en haldið var í heimsókn í Fljótsdalsstöð þar sem starfsemi stöðvarinnar var skoðuð.

Kunnum við starfsfólki Rarik og Fljótsdalsstöðvar bestu þakkir fyrir móttökurnar en vettvangsheimsóknir sem þessar eru gríðarlega mikilvægar fyrir okkar nemendur sem fá tækifæri til að kynnast störfum, bæði á vettvangi og í nærumhverfi okkar.