Vinnustofudagur 4. maí

Upplestur á frétt.

Vinnustofudagur er samkvæmt skóladagatali þann 4. maí. Eins og í svo mörgu öðru hefur fyrirkomulagi hans verið breytt í þá veru að hann verður í gegnum Kennsluvefinn í fjarfundi. Allir nemendur eiga að vera skráðir í áfanga á kennsluvef sem heitir Vinnustofudagur 4. maí. Þar undir má finna Bláan hnött fyrir hvern kennara. Þeir verða þá við þar á þeim tíma sem gefinn er upp í skipulaginu hér fyrir neðan. Gott er að skoða skipulagið fyrirfram og skipuleggja svo sinn vinnudag eftir því.