Vinnustofudagur 5. des

Fimmtudagurinn 5. desember er vinnustofudagur í Verkmenntaskóla Austurlands. Þann dag eru kennarar til staðar fyrir nemendur til að aðstoða þá við prófundirbúning og verkefnaskil. Ekki er mætingaskylda þennan dag en nemendur eru hvattir til að nýta sér aðgengið að kennurunum vel. Hægt er að sjá yfirlit yfir það hvenær og hvar kennararnir eru með því að smella hér.

Rútuferðir til og frá VA eru á venjulegum tímum þennan dag.