Vísindaferð nemenda

Á morgun fer stór hópur nemenda í vísindaferð á höfuðborgarsvæðið. Þar kynnast nemendur stofnunum, samtökum og söfnum sem tengjast námi þeirra. Hefð hefur skapast fyrir ferðinni en eins og með svo margt á sl. ári var ekki hægt að fara þá vegna Covid-19 og því afar kærkomið að loksins sé hægt að fara því þessi ferð er eitthvað sem situr fast í minni nemenda. 

Dagskráin er afar þétt. Á morgun hefst dagurinn á heimsókn á Gljúfrastein og þaðan verður haldið í Hjallastefnuskóla og dagurinn endar á heimsókn í Klettaskóla. 

Á föstudeginum hefst dagurinn á heimsókn í Samtökin 78, þaðan farið í Alþingi, þá í Seðlabankann áður en deginum lýkur á heimsókn í Háskóla Íslands. 

Fararstjórn verður í höndum þeirra Ingibjargar, Perlu og Varða. Eftir helgina verður sagt frekar frá ferðinni.