Vísindasmiđja, heimatilbúin háfjallahjólhýsi og keppni í rafsuđu

Vísindasmiđja, heimatilbúin háfjallahjólhýsi og keppni í rafsuđu Tćknidagur fjölskyldunnar verđur haldinn í Verkmenntaskóla Austurlands laugardaginn 5.

Fréttir

Vísindasmiđja, heimatilbúin háfjallahjólhýsi og keppni í rafsuđu

Sprengju-Kata verđur á Tćknidegi fjölskyldunnar.
Sprengju-Kata verđur á Tćknidegi fjölskyldunnar.

Tćknidagur fjölskyldunnar verđur haldinn í Verkmenntaskóla Austurlands laugardaginn 5. október. Sem fyrr er dagurinn tileinkađur tćkni, vísindum, sköpun og ţróun á Austurlandi og miđast dagskráin viđ alla aldurshópa. Ţetta er í sjöunda sinn sem Tćknidagurinn er haldinn og hefur ađsókn aukist ár frá ári.

Ţađ verđur margt um ađ vera á Tćknideginum í ár eins og venjulega og dagskráin ţétt og fjölbreytt. Dagurinn er tileinkađur tćkni, vísindum, iđnađi, nýsköpun og ţróun. Fjöldi fyrirtćkja, stofnana og einstaklinga sýna starfsemi sína og lögđ er áhersla á ađ gestir sjái hvernig tćkni- og vísindaţekking nýtist fyrirtćkjum í alls konar starfsgreinum.

„Tćknidagurinn var upphaflega settur á laggirnar til ađ kynna fyrir ungu fólki hvađ ţađ getur veriđ spennandi ađ afla sér menntunar á ţessu sviđi,“ segir Birgir Jónsson hjá Verkmenntakóla Austurlands en hann skipuleggur daginn ađ ţessu sinni međ góđum hópi fólks. „Viđ erum enn trú ţessu markmiđi og teljum mikilvćgt ađ ungt fólk sjái hvađ ţessar atvinnugreinar geta veriđ spennandi og tćkifćrin mörg á vel launuđum og spennandi störfum hér á svćđinu.“

Viđburđir verđa í  ţremur byggingum: Í íţróttahúsinu í Neskaupstađ og í  verknáms- og bóknámshúsum VA og miđast  dagskráin  viđ  alla  aldurshópa. Sérstaka athygli ađ ţessu sinni vekur koma Vísindasmiđju Háskóla Íslands en tilgangur hennar er ađ efla áhuga ungmenna á vísindum međ gagnvirkum og lifandi hćtti. Gestir geta gert óvćntar uppgötvanir og framkvćmt litríkar tilraunir. Hćgt verđur ađ búa til vasaljós á stađnum, smíđa vindmyllu og spila á furđuhljóđfćri. Sprengju-Kata verđur međ í för og mun búa til dularfullar efnablöndur eins og henni einni er lagiđ. Ţá verđur hćgt ađ kynna sér himinn og jörđ međ Sćvari Helga, stjörnufrćđingnum góđkunna. Allt ţetta og meira til verđur í bođi Vísindasmiđjunnar á Tćknidegi fjölskyldunnar. Ţess má geta ađ hún fékk sérstaka viđurkenningu á Vísindavöku Rannís um síđustu helgi fyrir framlag til sitt til miđlunar fróđleiks um vísindi til grunnskólabarna.

Og ţađ verđur margt, margt fleira í bođi á Tćknideginum: Bođiđ verđur upp á fyrirlestur um Helgustađanámu, keppt verđur í rafsuđu, bóndinn Doddi kryfur ref, hágreiđslunemar sýna hátćknilegar „fantasíugreiđslur“, alţýđufrumkvöđullinn Ási Páll sýnir heimatilbúiđ háfjallahjólhýsi og ţú getur fengiđ „heilsufarstékk“ frá starfsfólki HSA á stađnum! Nokkrir tugir fyrirtćkja, stofnana og einstaklinga verđa á svćđinu og allir ćttu ađ finna eittvađ viđ sitt hćfi.

Ţađ eru Verkmenntaskóli Austurlands og Austurbrú sem standa ađ Tćknideginum og njóta til ţess stuđnings frá SÚN, Sesam brauđhúsi, Alcoa Fjarđaáli, Eimskipi Flytjanda, Síldarvinnslunni og Fjarđabyggđ. Ađsókn á Tćknidaginn hefur aukist ár frá ári en um 1700 manns heimsóttu hann í fyrra. Dagskráin hefst kl. 12 laugardaginn 5. október og lýkur kl. 16. Ţađ borgar sig ađ mćta snemma vilji mađur sjá sem flest!

Tćknidagur fjölskyldunnar á Facebook.

Nánari upplýsingar um Tćknidag fjölskyldunnar veitir Birgir Jónsson hjá Verkmenntaskóla Austurlands í síma 8687556 // birgir@va.is


Svćđi