Fréttir

Gettu betur - myndir

Í myndasafninu hér á síðunni er að finna skemmtilegar myndir frá keppni nemenda og starfsfólks í Gettu betur http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/gettu-betur-2015
Lesa meira

VA úr leik í Gettu betur

Eftir tap gegn sterku liði MR í gær þá er VA úr leik þetta árið í Gettu betur. Lokatölur 25-10.
Lesa meira

Gettu betur í kvöld

VA mætir MR í kvöld kl.19:30. Keppninni er útvarpað á Rás 2. Lið VA skipa þau Þórunn Egilsdóttir, Sigurður Ingvi Gunnþórsson og Þorvaldur Marteinn Jónsson. Þjálfari liðsins er Óskar Ágúst Þorsteinsson.
Lesa meira

Gettu betur - VA mætir MR

Næstkomandi þriðjudag mætir gettu betur lið VA liði starfsfólks. Keppnin fer fram í stofu 1 og hefst kl.10:30. Á miðvikudaginn kl.19:30 mætir VA svo liði MR. Keppninni er útvarpað á Rás 2. Annars er dagskrá fyrstu umferðar eftirfarandi: Fyrri umferð Mánudagur 12.janúar Kl. 19.30 Borgarholtsskóli og Menntaskólinn á Ísafirði Kl. 20.00 Kvennaskólinn og Framhaldsskólinn í Austur - Skaftafellssýslu Kl. 20.30 Menntaskóli Borgarfjarðar og Fjölbrautaskóli Suðurlands Kl. 21.00 Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ og Fjölbrautaskólinn við Ármúla Þriðjudagur 13.janúar Kl. 19.30 Fjölbrautaskólinn í Garðabæ og Landbúnaðarháskóli Íslands Kl.20.00 Framhaldssk. í Vestmannaeyjum og Menntaskólinn á Egilsstöðum Kl.20.30 Verzlunarskóli Íslands og Verkmenntaskóli Akureyrar Kl.21.00 Menntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn í Kópavogi Miðvikudagur 14.janúar Kl. 19.30 Menntaskólinn í Reykjavík og Verkmenntaskóli Austurlands Kl. 20.00 Fjölbrautaskóli Vesturlands og Menntaskólinn að Laugarvatni Kl.20.30 Fjölbrautaskóli Snæfellinga og Fjölbrautaskóli Norðurlands Vestra Fimmtudagur 15.janúar Kl. 19.30 Framhaldsskólinn á Húsavík og Tækniskólinn Kl. 20.00 Menntaskólinn við Sund og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Kl. 20.30 Flensborgarskólinn í Hafnarfirði og Fjölbrautaskóli Suðurnesja Dregið í viðureignir annarrar umferðar
Lesa meira

Hraðtafla 6.1

Þriðjudaginn 6. janúar verður kennt eftir hraðtöflu þar sem hver tími er 20 mínútur. Smelltu á fyrirsögnina og hlekkinn " Stutt stundatafla".
Lesa meira

Upphaf vorannar

Skóli hefst þriðjudaginn 6.janúar. Þennan fyrsta skóladag verður kennt samkvæmt hraðtöflu. Taflan kemur inn á heimasíðuna á mánudaginn en nemendur geta einnig nálgast hana hjá ritara. Rútuferðir eru samkvæmt áætlun Fjarðabyggðar. Opnað verður fyrir stundatöflur í Innu á mánudagsmorguninn. Heimavistin opnar á mánudaginn og verða skólameistari og heimavistarstjóri með fund með heimavistarbúum í kvöldmatartímanum kl.18 -19. Mötuneytið opnar á miðvikudaginn fyrir aðra en heimavistarbúa. Mikilvægt er að nemendur skrái sig í mat hjá ritara á þriðjudaginn. Endilega hafið samband við skrifstofu skólans ef frekari upplýsinga er þörf.
Lesa meira

Kennsla hefst að loknu jólaleyfi þriðjudaginn 6. janúar. Skrifstofan opnar mánudaginn 5.janúar kl.9:00.

Sjá dagatal vorannar á http://www.va.is/static/files/Haust2014/dagatal_vor2015.png
Lesa meira

Námsmatssýning og einkunnir í Innu

Námsmatssýning verður föstudaginn 19.des. frá kl.10:00 – 11:30. Nemendur eru hvattir til að koma og fara yfir prófin sín. Opnað verður fyrir einkunnir í Innu föstudaginn 19.des. kl. 8:00
Lesa meira

Rútuferðir á prófatíma

Rútuferðir á prófatíma verða sem hér segir: Frá Reyðarfirði kl. 9:30. Frá Eskifirði kl 9:50. Frá VA kl. 14:11 og 16:25.
Lesa meira

Greiðsluseðlar, mötuneyti o.fl..

Allar upplýsingar um fyrirkomulag á vorönn 2015 eru sendar í tölvupósti til nemenda og til forráðamanna þeirra nemenda sem eru undir 18 ára. Greiðslukröfur v/ innritunar- og heimavistargjalda eru stofnaðar í heimabanka og ekki sendir út greiðsluseðlar. Ef einhver þarf að fá greiðsluseðil á pappírsformi hafið þá samband við Sigurborgu Hákonardóttur fjármálastjóra í síma 4771788 eða á sigurborg@va.is og seðillinn verður sendur í pósti. Þessi breyting er liður í að minnka pappírsnotkun eins og kostur er.
Lesa meira