Föstudagur 8. jan. - fyrsti skóladagur

Fyrsti skóladagur vorannar er á morgun. Dagskrá hefst kl. 10:00 og má sjá tímasetningu skólaaksturs á heimasíðunni.

Dagskrá:

 • Sóttvarnareglur sem nú er í gildi
 • Fyrirkomulag á vorönn
 • Vinna við skipulagsskjöl

Nemendur eiga að mæta í heimastofur. Mikilvægt er að allir setji upp grímu þegar þeir koma inn í skólann en þær er að finna í öllum anddyrum. Við förum svo betur yfir það við hvaða aðstæður verður heimilt að sleppa grímunotkun.

Mikilvægt er að allir sem það geta mæti á morgun með fartölvu!

Hér má sjá hvernig nemendum er raðað í heimastofur

 • 2004 árg. stúdentsbrautir – stofa 8
 • 2003 árg. og eldri - náttúruvísindabraut – stofa 9
 • 2003 árg. og eldri – félagsvísindabraut – stofa 12
 • 2003 árg. og eldri - opin stúdentsbraut – stofur 4/5
 • 2003 árg. og eldri - sjúkraliðabraut – stofur 4/5
 • Rafiðndeild (dagskóli) – stofa 22
 • Háriðndeild – stofur 4/5 (ath. hér er þó ekki um heimastofu að ræða)
 • Byggingaiðndeild – stofa 1
 • Málm- og véltæknideild
  • Stofa 19 - 6. önn
  • Stofa 2 - 2. og 4. önn
 • Skiptinemar – stofa 12
 • Framhaldsskólabraut - friðarstofa
 • Starfsbraut – stofa 11