Fyrrum nemendur í VA gera það gott

Írena Fönn Clemmensen og Hlynur Karlsson, fyrrum nemendur VA voru í fréttum á síðustu dögum fyrir afburða árangur á sínum sviðum.

Írena vann til verðlauna í hársnyrtikeppni Canvas sem er á vegum Meistarafélags Hársnyrtisveina á Íslandi. Þar vann hún til tveggja verðlauna, annars vegar fyrir hárgreiðslu og hins vegar fyrir bjarta liti. Írena lauk námi af náttúruvísindabraut við VA vorið 2017 og hóf þá strax nám í háriðn sem hún lauk árið 2020 við VMA. Meira má lesa hér í grein Austurfréttar.

Hlynur hlaut á dögunum viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófi í rafeindavirkjun á Nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík. Hlynur hóf nám við VA á náttúruvísindabraut haustið 2018 en fljótlega lá hugurinn yfir í rafvirkjun og hóf hann á því að samtvinna rafvirkjun og stúdentsnámið saman eins og lesa má um hér. Að þremur árum liðnum lá svo hugurinn í rafeindavirkjun með fyrrgreindum árangri. Meira um það má lesa hér í grein Austurfréttar.

Við óskum krökkunum til hamingju með þennan frábæra árangur!