Fyrsti skóladagur mánudaginn 23.ágúst 2021

Fyrsti skóladagurinn á haustönn 2021 verður mánudaginn 23. ágúst. ALLIR nemendur mæta í skólann kl. 8:30. Þeir sem eru með tíma í stundatöflu kl. 8:30 þennan dag mæta í þá stofu sem hún segir til um. Þeir nemendur sem ekki eiga tíma í stundatöflu mæta í stofu 1.

Athugið að grímuskylda er á göngum skólans. Grímur verða aðgengilegar í andyrum skólans.

Loksins er komið tímaplan fyrir skólarútuna sem gildir út ágústmánuð. Hún keyrir frá Fáskrúðsfirði og stoppar á Reyðarfirði og Eskifirði. Kynntu þér tímatöfluna hér.

Sjáumst hress á mánudaginn!