Innritun nemenda úr 10. bekk hefst 20. mars

Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á haustönn 2023 verður sem hér segir:

  • Innritun á starfsbrautir fer fram 1.-28. febrúar.
  • Innritun eldri nemenda fer fram 27. apríl til 1. júní.
  • Innritun nemenda í 10. bekk fer fram 20. mars til 8. júní.

Almennar upplýsingar um innritun í framhaldsskóla má finna á vef Menntamálastofnunar. Þegar búið er að opna fyrir umsóknir er hægt að sækja um og skoða stöðu umsókna á sama vef.

Við hvetjum ykkur öll til að kynna ykkur það fjölbreytta nám sem er í boði í VA. Allar helstu upplýsingar má finna á heimasíðu skólans og/eða á þessari sérstöku kynningarsíðu hér.

Einnig má alltaf hafa samband með því að hringja í síma 4771620 eða senda tölvupóst á stjórnendur skólans.