Lok vorannar, dagsetningar og skólaakstur

Nú líður að lokum vorannar. Föstudagurinn 03.05 er síðasti kennsludagur annarinnar og vinnustofudagur er mánudaginn 06.05. Á heimasíðunni er hægt að sjá viðverutíma kennara á vinnustofudeginum.

Þriðjudaginn 07.05 hefst námsmatstímabil VA með munnlegum og verklegum prófum. Síðasta prófið er miðvikudaginn 15.05 og sjúkrapróf eru 17.05. Skrifleg próf hefjast kl. 10:00.

Af þessum sökum breytist brottfarartíminn á rútunni frá og með fimmtudeginum 09.05. Þá fer rútan frá Reyðarfirði kl. 09:00 og svo aftur til baka frá VA kl. 12:15.

Nemendur geta séð próftöfluna sína í Innu en einnig er hægt að sjá hana í heild sinni á heimasíðunni.

 

Tímatafla á rútuferðum til VA

09. – 17.05 2019

9:00       Reyðarfjörður (Orkuskálinn)

9:02       Reyðarfjörður (Molinn)

9:03       Reyðarfjörður (Austurvegur/Barkur)

 

9:15       Eskifjörður (Sundlaug)

9:17       Eskifjörður (Þjónustumiðstöð/Shell)

9:19       Eskifjörður(Strandgata/Steinholt)

9:20       Eskifjörður(Valhöll)

 

9:42       Neskaupstaður (VA)