Fréttir

Myndir úr skólastarfinu

Það var mikið um að vera í verknámsdeildum skólans í dag þegar myndatökumann bar að garði eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Fleiri myndir er að finna í myndasafninu http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/myndir-ur-verknami?page=2
Lesa meira

Nemendaráð VA 2015-2016

Smellið á fyrirsögnina til að sjá skipan nemendaráðs í vetur
Lesa meira

Jöfnunarstyrkur

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum! Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2015-2016 er til 15. október næstkomandi! Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd
Lesa meira

Myndir frá nýnemadegi

Í myndasafnið eru komnar myndir frá nýnemadegi. http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/nynemadagur-2015
Lesa meira

Nýnemadagur

Nýnemadagur VA fór fram í blíðskaparveðri í dag. Nemendaráð VA sá um að skipuleggja daginn og bjóða nýja nemendur velkomna í skólann. Byrjað var á hópeflisleikjum til að hrista hópinn aðeins saman og síðan voru nemendur sendir af stað í ratleik um bæinn. Eftir ratleikinn tóku aðrir nemendur og starfsfólk skólans vel á móti nýnemunum á grasvellinum, þar var farið í boðhlaupskeppnir og haldið fótbóltamót á milli árganga og kennara. Þá voru einnig hoppukastali og súmóglímubúningar á staðnum sem vöktu mikla lukku. Mikil ánægja er með daginn meðal þeirra fjölmörgu nemenda sem tóku þátt og einnig meðal starfsfólks skólans.
Lesa meira

Vinnustofutímar

Í VA hefur verið tekið upp nýtt fyrirkomulag. Hingað til hefur þriggja einingar bóklegur áfangi (5 f-einingar í nýja kerfinu) verið kenndur 4 x 60 mínútur á viku. Núna er fyrirkomulagið þannig að þrír tímar eru kenndir á venjulegan hátt en einn tími fer í vinnustofutíma. Þar vinna nemendur sjálfstætt og kennarar eru á staðnum til að leiðbeina þeim. Ef nemandi á í erfiðleikum með eitt fag frekar en annað þá getur hann valið það að vinna í því fagi í öllum vinnustofutímunum. Mikilvægt er að nemendur temji sér góð vinnubrögð og nýti vinnustofutímana á sem bestan hátt. Vinnustofutímar eru skyldutímar fyrir þá sem skráðir eru í þá í stundatöflu (VSTOFA1 – VSTOFA6).
Lesa meira

Námskeið fyrir forráðamenn nýnema

Námskeiðið er fyrir forráðamenn nýnema (fæddir 1999) og verður 26. ágúst frá kl. 18-21 á heimavist skólans. Þar verður farið í alla þá þætti sem mikilvægt er fyrir aðstandendur nemenda að þekkja og kunna. Þátttakendum verður boðið upp á kvöldmat . Smellið á fyrirsögnina til að skoða dagskrá námskeiðsins.
Lesa meira

Skólasetning og stundatafla – föstudagur 21.08. 2015

Smellið á fyrirsögn til að nálgast upplýsingar um skólasetningu, stundatöflu fyrsta skóladags o.fl..
Lesa meira

Sumarfrí

Skrifstofa skólans verður lokuð frá 22.júní til 4.ágúst.
Lesa meira

Verknámsvikan 8.- 12. júní

Verknámsvikan er samstarfsverkefni Verkmenntaskóla Austurlands (VA) og Vinnuskóla Fjarðabyggðar og er því ætlað að gefa ungu fólki kost á að kynna sér iðnnám í VA í eina viku á launum í júní byrjun. Verknámsvikan stendur nemum Vinnuskólans sem eru fædd árið 2000 til boða. Nemendur taka þátt í verkefnum á vel útbúnum verkstæðum skólans og fá með því móti lifandi innsýn í störf sem tengjast t.d. í sjávar-, iðn- eða tæknifyrirtækjum. Nemendum vinnuskólans hefur jafnan gefist kostur að kynna sér tvær námsgreinar við verkmennataskólann. Þá er öll kennsla skipulögð af starfsfólki Verkmenntasólans Austurlands. Verknámsvikan verður dagana 8. – 12. júní, mæting er í Verkmenntaskóla Austurlands klukkan 8:30. Það verður rúta alla daga Verknámsvikunnar og brottför er sem hér segir: Stöðvarfjörður, við áhaldahús klukkan 06:50. Fáskrúðsfjörður, við áhaldahús klukkan 07:10. Reyðarfjörður, við áhaldahús klukkan 07:30. Eskifjörður, við áhaldahús klukkan 07:50. Heimferð er áætluð klukkan 12:30. Nú í ár verður öll lífsleikni 9. bekkar Vinnuskóla Fjarðabyggðar nýtt í Verknámsvikuna, því verður ekki um aðra lífsleikni í formi leikja og gönguferða að ræða. Allar nánari upplýsingar um Verknámsvikuna veitir Verkmenntaskóli Austurlands.
Lesa meira