23.09.2015
Það var mikið um að vera í verknámsdeildum skólans í dag þegar myndatökumann bar að garði eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Fleiri myndir er að finna í myndasafninu http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/myndir-ur-verknami?page=2
Lesa meira
14.09.2015
Smellið á fyrirsögnina til að sjá skipan nemendaráðs í vetur
Lesa meira
08.09.2015
Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu?
Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is
Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum!
Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2015-2016 er til 15. október næstkomandi!
Lánasjóður íslenskra námsmanna
Námsstyrkjanefnd
Lesa meira
07.09.2015
Í myndasafnið eru komnar myndir frá nýnemadegi. http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/nynemadagur-2015
Lesa meira
04.09.2015
Nýnemadagur VA fór fram í blíðskaparveðri í dag. Nemendaráð VA sá um að skipuleggja daginn og bjóða nýja nemendur velkomna í skólann. Byrjað var á hópeflisleikjum til að hrista hópinn aðeins saman og síðan voru nemendur sendir af stað í ratleik um bæinn. Eftir ratleikinn tóku aðrir nemendur og starfsfólk skólans vel á móti nýnemunum á grasvellinum, þar var farið í boðhlaupskeppnir og haldið fótbóltamót á milli árganga og kennara. Þá voru einnig hoppukastali og súmóglímubúningar á staðnum sem vöktu mikla lukku. Mikil ánægja er með daginn meðal þeirra fjölmörgu nemenda sem tóku þátt og einnig meðal starfsfólks skólans.
Lesa meira
26.08.2015
Í VA hefur verið tekið upp nýtt fyrirkomulag. Hingað til hefur þriggja einingar bóklegur áfangi (5 f-einingar í nýja kerfinu) verið kenndur 4 x 60 mínútur á viku. Núna er fyrirkomulagið þannig að þrír tímar eru kenndir á venjulegan hátt en einn tími fer í vinnustofutíma. Þar vinna nemendur sjálfstætt og kennarar eru á staðnum til að leiðbeina þeim. Ef nemandi á í erfiðleikum með eitt fag frekar en annað þá getur hann valið það að vinna í því fagi í öllum vinnustofutímunum. Mikilvægt er að nemendur temji sér góð vinnubrögð og nýti vinnustofutímana á sem bestan hátt. Vinnustofutímar eru skyldutímar fyrir þá sem skráðir eru í þá í stundatöflu (VSTOFA1 – VSTOFA6).
Lesa meira
24.08.2015
Námskeiðið er fyrir forráðamenn nýnema (fæddir 1999) og verður 26. ágúst frá kl. 18-21 á heimavist skólans. Þar verður farið í alla þá þætti sem mikilvægt er fyrir aðstandendur nemenda að þekkja og kunna. Þátttakendum verður boðið upp á kvöldmat .
Smellið á fyrirsögnina til að skoða dagskrá námskeiðsins.
Lesa meira
20.08.2015
Smellið á fyrirsögn til að nálgast upplýsingar um skólasetningu, stundatöflu fyrsta skóladags o.fl..
Lesa meira
19.06.2015
Skrifstofa skólans verður lokuð frá 22.júní til 4.ágúst.
Lesa meira
03.06.2015
Verknámsvikan er samstarfsverkefni Verkmenntaskóla Austurlands (VA) og Vinnuskóla Fjarðabyggðar og er því ætlað að gefa ungu fólki kost á að kynna sér iðnnám í VA í eina viku á launum í júní byrjun. Verknámsvikan stendur nemum Vinnuskólans sem eru fædd árið 2000 til boða. Nemendur taka þátt í verkefnum á vel útbúnum verkstæðum skólans og fá með því móti lifandi innsýn í störf sem tengjast t.d. í sjávar-, iðn- eða tæknifyrirtækjum. Nemendum vinnuskólans hefur jafnan gefist kostur að kynna sér tvær námsgreinar við verkmennataskólann. Þá er öll kennsla skipulögð af starfsfólki Verkmenntasólans Austurlands.
Verknámsvikan verður dagana 8. – 12. júní, mæting er í Verkmenntaskóla Austurlands klukkan 8:30. Það verður rúta alla daga Verknámsvikunnar og brottför er sem hér segir:
Stöðvarfjörður, við áhaldahús klukkan 06:50.
Fáskrúðsfjörður, við áhaldahús klukkan 07:10.
Reyðarfjörður, við áhaldahús klukkan 07:30.
Eskifjörður, við áhaldahús klukkan 07:50.
Heimferð er áætluð klukkan 12:30.
Nú í ár verður öll lífsleikni 9. bekkar Vinnuskóla Fjarðabyggðar nýtt í Verknámsvikuna, því verður ekki um aðra lífsleikni í formi leikja og gönguferða að ræða.
Allar nánari upplýsingar um Verknámsvikuna veitir Verkmenntaskóli Austurlands.
Lesa meira