Fréttir

Auglýsing frá Listaakademíunni

Spennandi dagskrá framundan hjá Listaakademíunni. Smellið á fyrirsögnina og svo á myndina til að skoða auglýsinguna.
Lesa meira

VA mætir Borgarholtsskóla

Gettu betur-lið skólans hefur leik gegn Borgarholtsskóla þann 13. janúar n.k. kl. 19.30. Fyrstu viðureignirnar í Gettu betur fara fram á Rás 2. Keppnislið Verkmenntaskóla Austurlands hóf æfingar fyrir nokkru síðan og eru keppendur fullir tilhlökkunnar. Liðið í ár er skipað þeim Mörtu Guðlaugu Svavarsdóttur, Sigurði Ingva Gunnþórssyni og Þorvaldi Marteini Jónssyni. Varamenn eru þau María Rún Karlsdóttir og Jökull Logi Sigurbjarnarson.
Lesa meira

Hraðtafla

Þriðjudaginn 5. janúar verður kennt eftir hraðtöflu þar sem allflestir áfangar skólans verða kenndir. Dagurinn byrjar kl. 8:30. Gefnar eru 20 mínútur fyrir hvern tíma og fer það eftir kennurum hvað þeir nota mikinn tíma. Hægt verður að nálgast hraðtöfluna útprentaða hjá ritara. Nemendur eru hvattir til að skoða vel töfluna og átta sig á því hvar þeir eiga að vera hverju sinni.
Lesa meira

Starfsfólk skólans óskar nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum skólans gleðilegra jóla og þakkar fyrir samskiptin á árinu sem er að líða

Kennsla hefst að loknu jólaleyfi þriðjudaginn 5. janúar. Skrifstofan opnar mánudaginn 4.janúar kl.9:00.
Lesa meira

Stuttmyndir og leikþættir í Egilsbúð

Föstudaginn 11. desember sýna nemendur Listaakademíunnar stuttmyndir og leikþætti í Egilsbúð. Húsið opnar kl. 19:30 og sýningin hefst kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
Lesa meira

Námsmatsdagar 7.-18. desember

Smellið á fyrirsögnina til að nálgast ýmsar upplýsingar varðandi námsmatsdaga.
Lesa meira

Fræðsluferð til Eskifjarðar

Föstudaginn 6. nóvember skelltu nemendur og starfsfólk starfsbrautarinnar sér í fræðslu- og skemmtiferð til Eskifjarðar. Þar tók Berglind Ingvarsdóttir á móti hópnum og fræddi okkur um Randúlfssjóhús, líf og störf fólks á Eskifirði á árum áður. Hún bauð hópnum líka í heimsókn á Mjóeyri þar sem hún sagði þeim frá Eiríki Þorlákssyni og síðustu aftökunni á Austurlandi áður en hún bauð þeim í pottinn góða sem þar er. Í pottinum fengu nemendur múffur og mjólk í boði kennara brautarinnar. Að lokum fór hópurinn í heimsókn á Steinasafn Sörens og Sigurborgar þar sem Sigurborg tók vel á móti hópnum og sýndi þeim stórkostlega steinasafnið þeirra. Velheppnaður og skemmtilegur dagur í alla staði.
Lesa meira

„Fellum grímuna“

Á morgun þriðjudaginn 17.nóvember verður stuttmyndin „Fellum grímuna“ sýnd í VA eins og væntanlega í flestum öðrum framhaldsskólum og víðar. Nemendur fæddir 1999 og 2000 horfa á myndina í lífsstílsáfanga kl. 9:50 – 10:50. Nemendur fæddir 1998 og eldri horfa á myndina kl. 10:55 í stofu 1.
Lesa meira

VA eini framhaldsskólinn sem býður upp á félagsfærniáfanga (ART)

Smellið á fyrirsögnina til að lesa frétt á agl.is
Lesa meira

Kynningarmyndband

Smellið á fyrirsögnina til að skoða kynningarmyndband sem gert var í áfanganum Blað 102.
Lesa meira