14.10.2015
Verknámsvika hefur mælst vel fyrir sem hluti af Vinnuskóla Fjarðabyggðar. Með nýjum samstarfssamningi Fjarðabyggðar og Verkmenntaskóla Austurlands er þessi fjölbreytta verknámskynning nú orðin viðtekinn hluti af Vinnuskóla Fjarðarbyggðar.
Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri og Elvar Jónsson, skólameistari undirrituðu samninginn á Tæknidegi fjölskyldunnar sem fram fór sl. laugardag í Verkmenntaskóla Austurlands.
Lesa meira
13.10.2015
Smellið á fyrirsögninga til að skoða myndefni frá Tæknidegi fjölskyldunnar á ruv.is.
Lesa meira
12.10.2015
Takk kærlega fyrir komuna á Tæknidag fjölskyldunnar en 623 skrifuðu nafn sitt í gestabækur. Frekari fréttir og myndir frá deginum koma næstu daga en margskonar umfjöllun er að finna á facebooksíðu tæknidagsins.
Lesa meira
06.10.2015
Spennandi tækni, vísindi og sköpun
Tæknidagur fjölskyldunnar verður haldinn í Verkmenntaskóla Austurlands laugardaginn 10. október. Dagurinn er sem fyrr tileinkaður tækni, vísindum, sköpun og þróun á Austurlandi og miðast dagskráin við alla aldurshópa.
Tæknidagarnir í fyrra og hittiðfyrra hafa tekist með eindæmum vel en áætlaður fjöldi gesta í fyrra var um sjö hundruð manns. Þetta er í þriðja sinn sem Austurbrú ses. og Verkmenntaskóli Austurlands taka höndum saman og skipuleggja daginn en markmiðið með Tæknidegi fjölskyldunnar er sem fyrr að vekja athygli á fjölbreyttum og spennandi viðfangsefnum tækni, verkmennta og vísinda um leið og öll fjölskyldan skemmtir sér saman.
Lesa meira
05.10.2015
Haustganga VA var farin miðvikudaginn 30. september. Haustgangan er árlegur viðburður í VA og hefur verið fastur liður í skólastarfinu frá upphafi en þá er hinn venjulegi skóladagur brotinn upp og nemendur og starfsmenn gera sér glaðan dag saman á göngu.
Að þessu sinni voru tvær skemmtilegar gönguleiðir í boði. Farið var með rútum upp að skíðaskála þar sem íþróttaakademían sá um að koma mannskapnum í gang með léttri upphitun. Annar hópurinn gekk síðan eftir merktri leið upp á Svartafjall og hinn hópurinn gekk eftir vegslóðanum upp á Oddsskarð.
Lesa meira
29.09.2015
Haustganga VA verður farin miðvikudaginn 30. september.
Dagskráin er eftirfarandi:
· Kl. 8:30 – 10:50. Kennsla
* Kl. 10:50 – 11:30. Hádegismatur á heimavistinni fyrir alla starfsmenn og nemendur
· Kl. 11:30. Brottför. Farið með rútum upp að skíðaskála.
· Kl. 12:00. Göngur hefjast. Íþróttaakademían stjórnar upphitun áður en lagt verður af stað og sér um púlsmælingar og fræðslu á leiðinni. Tvær gönguleiðir verða í boði, önnur upp á Svartafjall sem er merkt leið http://www.simnet.is/ffau/endamerk18.jpg hin er eftir vegslóðanum upp á Oddsskarð.
· Kl. 14:00 – 15:00. Hóparnir hittast aftur við skíðaskálann, íþróttaakademían stjórnar teygjum.
* Kl.15:30. Brottför. Rútur fara bæði til Reyðarfjarðar og Norðfjarðar.
Lesa meira
23.09.2015
Það var mikið um að vera í verknámsdeildum skólans í dag þegar myndatökumann bar að garði eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Fleiri myndir er að finna í myndasafninu http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/myndir-ur-verknami?page=2
Lesa meira
14.09.2015
Smellið á fyrirsögnina til að sjá skipan nemendaráðs í vetur
Lesa meira
08.09.2015
Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu?
Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is
Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum!
Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2015-2016 er til 15. október næstkomandi!
Lánasjóður íslenskra námsmanna
Námsstyrkjanefnd
Lesa meira
07.09.2015
Í myndasafnið eru komnar myndir frá nýnemadegi. http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/nynemadagur-2015
Lesa meira